Lesnir;

13.11.04

Lausnir framtíðarinnar

Kæru lesendur.
Nú þegar Heimir hefur gert hér afar fróðlegar athugasemdir um stöðu tákna á lyklaborðum tölva okkar, fór mér að þykja æ erfiðara að skrifa með þessum sömu lyklaborðum.
Ég hugsaði sífellt, þegar fingur mínir leituðu að táknunum, sem svo: Æ, hvað er þessi stafur að gera hér? Svo.
Tæknin er það sem gerir okkur að mönnum. Og fyrir hvert tæknilegt úrlaunsarefni, eru oft margar lausnir. T.d. liðamót: þau geta verið úr stöng með gjörðum um (einsog lamir á venjulegum hurðum), þau geta verið haus sem gengur í hólk með rauf á, þau geta með lausri kúlu í horninu (einsog mjaðmakúlur í venjulegum manni) eða þá á einhvern enn annan hátt.
Hvað með lyklaborð. Þurfum við nokkuð lyklaborð? Er ekki kominn tími fyrir alveg nýja hugsun á því, hvernig koma má táknum frá sér?
Mér dettur í hug „lyklaborð” sem nemur hreyfingar handanna í loftinu, einsog spilað sé á þerómín. Eða þá einfaldlega hanzka með svipuðum græjum.
Einnig mætti nota talskynjara, en það gæti skapað skvaldur og hávaða. Og það væri efiðara að skrifa klámfengið efni. Svo má hugsa sér svipað tæki fyrir allan líkamann og fyrir hendurnar, það væri afar hollt fólki sem fengi annars litla hreyfingu.
Einnig má halda áfram með takkahugmyndina; ýmis hljóðfæri gefa okkur ágætis hugmyndir. Ef við höfum 8 fingur, eru möguleikar á 82 = 64 möguleikum ef við miðum við einfalt lokað/ólokað-kerfi. (Klarínett). Harmónikka er annað dæmi, hægt væri að búa til litlar harmónikkur, þar sem önnur höndin stýrði há/lágstöfum, sér/samhljóðum, o.s.frv., en hin höndin veldi endanlegt tákn.
------
Aldrei gleymi ég sögunni af manninum sem fékk taugahrörnunarsjúkdóm þannig að að endingu var svo komið að hann gat ekki einu sinni stjórnað augnlokunum, en var hinsvegar heilbrigður á allan annan hátt, hann gat semsagt numið allt í umhverfi sínu, en engu komið frá sér.
Gerð var tilraun á honum með nýtt tæki til hjálpar slíku fólki. Rafskaut greindu hvort heilinn hugsaði hægri eða vinstri. Þetta tókst, og svo fékk hann stafróf, og helmingaði það smám saman, þannig að alltaf stóð einn stafur eftir. Þannig gat hann sagt sína fyrstu hugsun í 4 ár: „Þakka þér kærlega, doktor Neuschwangstein.”

7 skilaboð:

  • Mér þykir fyrir því að tilkynna þér það, Páll, en hanskalyklaborðin eru til og líka ,,lyklaborð" sem er eingöngu innrauður ljóskastari sem varpar punktum á borðplötu og svo slærð þú fingurgómunum á borðplötuna. Raddsýstemið er líka til. Sem og kúlulaga lyklaborð, og lyklaborð sem er í meginatriðum eins og þau sem við notum í dag, nema að því leyti að það er næfur þunnt og upprúllanlegt. Þú ert sumsé ekki fyrstur til að velta þessu fyrir þér, en harmonikku hugmyndin er frábær, ég sé Steina spil fyrir mér sigra hraðskrif(p?)tarkeppni.
    Hins vegar fer staðsetning pés og eðs alltaf jafn mikið í taugarnar á mér, nema ég sé bara með svo lítt þróaðan litlaputta á hægri hönd.

    Sagði Blogger Gunnar, kl. 10:28 e.h.  

  • Ég las bloggið hans Palla og við nánast hverja einuustu hugmynd hugsaði ég: ,,Búið að gera'' eða ,,Hefur verið hugleitt áður''

    Sýnir hversu mikið þið piltar haldið ykkur í fortíðinni, að þegar þið skrifið um nútímann þá skrifið þið um samtímann.

    :)

    Sagði Anonymous Nafnlaus, kl. 6:06 e.h.  

  • Ég las bloggið hans Palla og við nánast hverja einuustu hugmynd hugsaði ég: ,,Búið að gera'' eða ,,Hefur verið hugleitt áður''

    Sýnir hversu mikið þið piltar haldið ykkur í fortíðinni, að þegar þið skrifið um nútímann þá skrifið þið um samtímann.

    :)

    Sagði Anonymous Nafnlaus, kl. 6:06 e.h.  

  • Ég las bloggið hans Palla og við nánast hverja einuustu hugmynd hugsaði ég: ,,Búið að gera'' eða ,,Hefur verið hugleitt áður''

    Sýnir hversu mikið þið piltar haldið ykkur í fortíðinni, að þegar þið skrifið um nútímann þá skrifið þið um samtímann.

    :)

    Sagði Anonymous Nafnlaus, kl. 6:06 e.h.  

  • Málið var einfaldlega það að netið mitt datt út og browserinn kom alltaf með villu þegar ég ýtti á submit: Error connecting.......

    svo ég ýtti aftur og loks koms ég klaklaust í gegn. (en þá hafði það farið oft í gegn herra fortíð)

    En ég vil taka það fram að um daginn talaði ég við þig, þar sem þú sagðist montinn lesa þessa tvo rithöfunda og notaðir þá í rapptexta sem við semjum sem fjallar um menntamenn.

    Samtalið var svona:

    Já þetta eru góðir rithöfundar
    uss mainstream bull, alvöru mentamenn státa ekki af því að hafa lesið þetta
    Jújú, gott er það og sérstaklega að vera í lopapeysu og borða vöfflu með rjóma og lesa eina góða harry potter bók.
    Palli og með rollu líka?
    Já....
    Þú ert bara að agendera sveita menningu en ekki menntamannslíferni.
    Ó.. það er rétt... já Potter er sorp.

    Sagði Anonymous Nafnlaus, kl. 9:50 f.h.  

  • Hafiði yfir höfuð lesið Potter-bók? Ég hef lesið þær allar og þetta eru í einu orði sagt frábærar bækur! Þó að eitthvað sé vinsælt og að mörgum líki það (jafnvel svo mörgum að segja mætti að það sé ,,mainstream") þýðir ekki að það sé lélegt heldur vel gert. Þó til séu voða fín hugtök eins og meinstrím og krádplíser er það menntasnobb og hroki af verstu sort að afskrifa popkúltúrinn eins og hann leggur sig.
    Með þessu er ég ekki að segja að JK Rowling sé betri rithöfundur en t.d. Dostojevskí, en bæði hafa fullkominn rétt á því að vera lesin af þeim sem það vilja.

    es. Lopapeysur eru besti klæðnaður sem fyrirfinnst á byggðu bóli.

    ees. Páll, að þú sklulir tala svona um Tolkien! Skammastu þín.

    Sagði Blogger Gunnar, kl. 10:52 f.h.  

  • [nafnlaus auglýsing um föngulegar snótir og annað fjarlægð]

    Sagði Blogger Heimir, kl. 10:28 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Forsíða