Lesnir;

3.11.04

Víntegundarímur, fyrsti hluti

-Stikluvik, þríhend, vikframhent-
Kært er verum vínið flest,
veit ég sveitar lyndi.
Enda berja lóminn bezt
bragnar hverjir drekka mest.

Eitt er þó með öllu víst,
-enginn rengt það getur-
vínin óbrennd eru sízt
af þeim sljóleikurinn hlýzt.

En vínið brennt er kostakaup
kann ég annað nefna:
Eykur mennt og mátt við saup.
-Meðal pent eitt lítið staup.

- Stikluvik, þríhend-
Vodki ljómi lífs er tær
leitun mun að slíku
ein- er -tómur kundum kær
kætir lóma, vökvinn glær.

Drekka má sem meðal glatt;
mæðu vetrar læknar.
Nema gálaust gleypi hratt
gumar, þá fer einhver flatt.

2 skilaboð:

  • Guð minn góður, nú er lesendahópur ykar bara drykkfelldar húsmæður og leiðinlegir bókabéusar.

    Enginn kaldhæðni, enginn glettni, ekkert spaug... ég hef hlegið meira yfir dánarfregnum. Ég hef brosað meira yfir fjöldamorðu, ég hef hugsað meira yfir látlausu glamri markaðspoppsins.

    Jæja vona að bloggið ykkar sé bara í lægð piltar.
    Hvenær kemur svo linkur á mitt enn leiðinlegra blogg?

    http://www.folk.is/jonnorr

    Sagði Anonymous Nafnlaus, kl. 12:29 f.h.  

  • Hah haaa, líst mér á!

    En hm, vikframhent? Ég kannast ekki við slíkt?
    -x [-x] [-x] - (a)
    [-x] -x -x (O)
    -x [-x] -x [-] (a)
    [-x] -x -x - (a)

    [-x] -x [-x] - (a)
    [-x] -x -x (O)
    -x [-x] [-x] - (a)
    [-x] -x -x - (a)

    x -x -x [-x][ -] (a)
    [-x] -x -x (O)
    -x [-x] [-x] - (a)
    [-x] -x -x - (a)

    -x [-x] [-x] - (a)
    [-x] -x -x (O)
    -x -x [-x] [-] (a)
    [-x] -x -x - (a)

    -x [-x] [-x] - (a)
    [-x] -x -x (O)
    -x [-x] [-x] - (a)
    [-x] -x -x - (a)

    Sagði Blogger Heimir Freyr, kl. 1:29 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Forsíða