Lesnir;

20.5.06

Að (næstum) loknu Söguþingi.

Söguþingið hefur verið afar skemmtilegt og fróðlegt, þó á annan hátt en mig í fyrstu grunaði.

Og nei! Ég snidgieck sirkúsatriði Sigurðar Gylfa og hirðar hans og mætti frekar á málstofu um sjúkdóma á miðöldum og hospítöl, klaustratengd. Enda er það sagnfræði, ekki innihaldssnautt heimspekilegt hugtakafyllerí eða blammeringar út í loptið.

Umræður um aðferð eru sosum góðar og gildar, andóf jafnvel líka. En þegar menn hafa fundið „sannleikann“ og ætla sér að útryðja með öllum ráðum öllu sem að þeirra mati er rángt þá er hefst gangan óæskilega eftir hinum hála ís. Ég veit ekki betur en að það sé sagnfræðingum gagnlegt að hafa sem flest verkfæri í vinnubragðaskúrnum sínum. Það er gott að geta gripið til einsöguhamarsins þegar hann á við, en einnig yfirlitssagarinnar. Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir.

Í umræðum að loknum fyrirlestrum um menningu, sögu og túrisma var rætt m.a. um þann vanda sem upp kemur þegar „leikmenn“ bera sögu/sagnfræði á borð fyrir saklausa túrista. Ég hef ritað á svipuðum nótum, sjá hér

2 skilaboð:

  • Ég sá einmitt einhvern sagnfróðan í fjarsýninu áðan sem fór að tala um títtnefndan sannleika í sugunni. Alveg þóttist ég viss um að hann ætlaði að segja að það væri eftirsókn eftir vindi að ætla sér að komast að hinu sanna í heimildum sem sigurvegararnir hafa (yfirleitt?) alltaf skrifað - en greppitrýnið var svo á öndverðum meiði við sjálfan sig.* Svo þykjast þessir béusar vera með gráður; leikskólapólitík.

    * Þ.e.a.s. við þá skoðun sem ég las úr orðum hans (sem hljóta að vera orðin sem hann sagði, þar eð merking túlkun lesandans háð).

    Sagði Blogger Heimir Freyr, kl. 11:34 e.h.  

  • er

    Sagði Blogger Heimir Freyr, kl. 11:34 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Forsíða