Getraun V
Í paläografíunni lásum við um daginn málsskjal frá 1680. Þarna var um að ræða kæru gegn konu sem hafði haldið vanfærni sinni leyndri, og svo borið barnið út. Spurningin er tvíþætt: Hvaða dóm hefði konan hlotið á Íslandi á þessum tíma, og hvaða dóm hlaut hún í raun?
3 skilaboð:
Sæll Gunnar
Langt síðan ég hef heyrt að séð af þér. Mundi allt í einu eftir þessari bloggsíðu og viti menn, er þar ekki efst á blaði getraun í anda Más Jónssonar. Annað hvort spyr ég hann lausnar eða fletti upp í Dulsmálum og Jónsbók og leita svara. Er ekki annars von á þér aftur til Ísalands bráðlega, það hef ég í.þ.m. heyrt. kv. SG
Sagði Nafnlaus, kl. 11:36 f.h.
Já! Þetta var ánægjulegt. Ég er væntanlegur aftur 11. febrúar (og heimta þá glósur úr ÍN.III).
Annars, ef það ætlar að standa á svari, hefði þessari ágætu konu verið drekkt á Íslandi árið 1680, en í Þýskalandi þurfti hún að þola 6 vikur við vatn og brauð í nokkurskonar stofufangelsi.
Sagði Gunnar, kl. 12:44 e.h.
glósurnur verða eflaust ekki upp á marga fiska frekar en fyrstu kynni mín af þessum áfanga. En hvað gerir maðr ekki, ég reyni. Segi ekki meir.
Sagði Nafnlaus, kl. 7:06 e.h.
Skrifa ummæli
<< Forsíða