Ávítur til auðmanna frá miðöldum
Á ótilteknum stað, fyrir ótiltekinn hóp áheyrenda, hefur ótilteknum manni þótt ástæða til þess að koma eftirfarandi á framfæri við samlanda sína. Þetta var á 12. öld, þá snarað úr latínu yfir á norrænu. Síst minni ástæða er nú til þess að leyfa þessum sama manni að taka til máls, til hægðarauka með nokkrum síðari alda málsbótum og ríkisrekinni stafsetningu:
Sjá: Leifar fornra kristinna frœða íslenzkra, s. 16-17, útg. Þorvaldur Bjarnarson, Kaupmannahöfn, 1878.
Mikil synd er óstillt eigingirni, að vilja eiga meira en sjálfur komi nytjum á. En það verður ekki að byrði þótt maður hafi slíkt er til skyldra klæða þarf, eða annarrar atvinnu, ef ekki girnist hugurinn á það sem óskylt er. En ef maður á meira, þá er skylt að það verði að gagni vanheilum og öreigum; því að hver sá maður, er ágjarnlega hirðir auðæfi svo að hann ætlar ekki að neyta þeirra, þá er sem öllu ræni hann því, auma menn og ölmusur.
Sjá: Leifar fornra kristinna frœða íslenzkra, s. 16-17, útg. Þorvaldur Bjarnarson, Kaupmannahöfn, 1878.
Áhugasamir geta einnig lesið textann ómengaðan af málfari 21. aldar með því að smella hér (4,7 MB, pdf).
0 skilaboð:
Skrifa ummæli
<< Forsíða