Lesnir;

22.10.06

Eldur í Kaupinhafn

Hér er birtur smá kafli úr bók, hverrar er nánar getið hér að neðan. Þetta er ekki eingöngu hugsað sem dönskuæfing fyrir okkar ástkæru lesendur, heldur líka sem hugvekja um umfang Ildebrandens i Kjöbenhavn – þ.e. hann snerti fleiri unica og fágæti en bara safn Árna Magnússonar.

Samtiden beklagede dybt, og Eftertiden har endnu mere Grund til at beklage de videnskabelige Skatte, der gik tabt. Først og fremmest Universitetsbibliotheket paa Loftet over Trinitatis Kirke, om hvilket Andreas Hojer siger, at det uden Møie havde kunnet frelses af Studenterne, ifald blot en eneste af Professorerne havde havt tilstrækkelig Omtanke til at sætte sig i Spidsen for dem. Bibliothekets daværende Størrelse anslaas til ca. 35000 Bind foruden en stor Mængde akademiske Programmer, Orationer og Disputatser og især en uskatterlig Samling af sjeldne Haandskrifter, vedkommende dansk Historie, samt Tegninger, Skilderier, Prospekter, Kobberstik og Landkort. Birket Smith har dog i sit Skrift om Bibliotheket oplyst, at ikke alle de gamle Haandskrifter gik tabt, idet en Del af dem vare udlaante og derved undgik Branden, medens en anden Del endnu er tilstede i Afskrifter. Paa Universitetet brændte Domus anatomica med dets Samlinger, i Frue Kirke de mindre Annexer til Universitetsbibliotheket og tillige den store Bogsamling, der tilhørte Biskop Christen Worm, en Sønnesøn af den berømte Ole Worm, hvis rige Bogskatte vare gaaede i Arv til Familien og derhos uophørlig vare blevne forøgede [Óli Worm átti í miklum bréfaskriftum við Íslendinga sem spönnuðu ca. 40 ár að mig minnir – m.a. Arngrím lærða, Þorlák Skúlason og Vísa-Gísla Magnússon.]. Worm var under Ildebranden fraværende paa Visitats; man flyttede da hans Bibliothek over i Frue Kirke, hvor det gik til Grunde, og det fortælles, at tre Bøger, han havde havt med sig, var Alt, hvad der blev tilbage af den uvurderlige Samling. Alle Kollegiernes Samlinger af Kuriositeter bleve fortærede af Luerne, undtagen Valkendorfs Kollegiums; mange af Professorerne mistede deres Bogsamlinger, saaledes Arne Magnussen, Horrebow og Stenbuch, hvorimod en stor Del af Hans Grams Bibliothek blev frelst, da Studenterne af personlig Hengivenhed for den berømte Lærde strømmede til hans Hus og bragte hans Bøger og Eiendele i Sikkerhed. Naar Arne Magnussen i 1729 skriver til en Ven i Island, at saagodtsom alle Bøger, der vare i Staden, ere opbrændte, er det naturligvis overdrevent, men det viser i hvert Fald, hvor føleligt og overvældende Tabet var. Paa Raadhuset gik Politi- og Kommerciekollegiets Brevskaber og Papirer tabt saavelsom Stadens "smukke Archiv", thi det var kun ganske enkelte Dele af det, paa hvilke man satte særlig Pris, der bleve førte hen i Nikolai Kirke.

Tekið úr: Bruun, Carl: Kjøbenhavn. En illustreret Skildring af dens Historie, Mindesmærker og Institutioner. Kbhvn., Thiele, 1890. Bls. 604-606.

Einnig aðgengilegt í gagnavarpinu, hér: http://www.eremit.dk/ebog/bkh/2/bkh2_6.html

Til gamans má geta þess að þessa bók er ekki að finna í ritaskrá ævisögu Árna Magnússonar, ritaðri af Má Jónssyni. (Sbr. Már Jónsson: Árni Magnússon, ævisaga. Reykjavík, 1998. Bls. 401.)

13.10.06

Vér meðmælum ... allar?

Í gær, fimmtudaginn 12. október 2006, stóðu stúdínur og stúdentar við Háskóla Íslands fyrir meðmælum. Reyndar kom það hvergi fram á auglýsingum að bæði stúdínur og stúdentar ættu þarna hlut að máli, heldur bara stúdentar. Sem er skrýtið, því heróp meðmælanna var: „Vér meðmælum öll“. Ekki veit ég hver þessi öll voru, sannarlega ekki stúdentar, því þeir eru allir, enda karlkynsorð. Af þessu verður maður að draga aðra af tveimur ályktunum, að stúdínur hafi setið heima eða að íslenskunemar hafi ekki getað séð sér fært að mæta í meðmælin.

Menn (karlar og konur, enda er orðið maður líffræðilega kynlaust, þó það beri málfræðilegt kyn) verða að gera það upp við sig hvort þeir ætli að halda sig við málfræðilegt kyn orðanna, sem í þessu tilfelli stúdentanna myndi þá skrifast: „Vér meðmælum allir“, eða líffræðilegt, „Vér, stúdínur og stúdentar, meðmælum öll“. Að klessa báðum aðferðum saman í tilraun til sk. „jafnréttis“ er í besta falli klúðurslegt.

Persónulega finnst mér fallegra að halda mig við málfræðilega kynið, í stað þess að fara út í nákvæmar upptalningar á kyni þeirra er að málum koma. Ég spyr: hvaða femínisti skrifar í fullri einlægni undir það að betra sé fyrir jafnrétti í landinu að alltaf þurfi að taka fram: prófessorína/prófessor, forsetína/forseti, flugfreyja/flugfreyi(freyr)? Er ekki jafnréttið fólgið í því að steypa alla(!) í sama mót óháð kyni? Þess vegna er nauðsynlegt að átta sig á því að málfræðilega karlkynið er líffræðilega hlutlaust í íslensku.

10.10.06

Fornar/horfnar menjar

„Suður í Sauðaflóa, meðfram allri Jökulsá utan og innan Kárahnjúka og í Desjarárdal við vesturbrúnir dalsins eru enn [!] hin blómlegustu seljalönd. Menjar sels sjást [!] á Desjarárdal utarlega, þar sem heitir Hnitarsporður.“1

1 Austurland. Safn austfirzkra fræða. II. bindi. Halldór Stefánsson og Þorsteinn M. Jónsson ritstýrðu. Aukureyri 1948, bls. 160.